MISSTI ÉG AF ÞESSU?

Já, fjandinn sjálfur. Ég hafði nú ekki mikla trú á því að Led Zeppelin gætu gert gott úr svona endurkomu, var alveg viss um að þetta myndi skemma eitthvað. En fjandinn sjálfur, svo eru þeir auðvitað frábærir og Lilja missir af því. Sem mikill aðdáandi Led Zeppelin til margra ára (þó ekki jafn margra og allflestir aðrir) er ég mjög vonsvikin að hafa misst af þessu.

En að öðrum merkilegum atburðum í rokksögunni; Lilja Kristín Jónsdóttir, 19 ára Egilsstaðamær, hefur í dag lokið algjörlega framhaldsskólaferli sínum, og hlýtur að launum stúdentspróf þann 19. desember. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en peningagjafir hverskonar, ávísanir og kreditkort með innistæðu skal senda á Laufás 8, Egilsstöðum. Ég tek einnig vel í reiðufé, en það skal þó vera ómerkt og raðað handahófskennt í snyrtilega skjalatösku, en ekki í poka með dollaramerki eins og venja er.

Í dag ætla ég að halda upp á þennan merka áfanga með því að aðhafast nákvæmlega ekki neitt, sem hefst með þessari færslu á bloggið. Þó gæti örlað á jólaundirbúningi, þar sem þau nálgast, blessuð hátíð kapítalisma og kaupæðis, hátíð ljóss og stress og þrolla. Og hamborgarhryggs. Og smákakna. (kakna...hehe).

Ég verð þó að játa eina synd, fyrst það eru að koma jól. Í gær birtist frétt þess efnis að maður hefði dottið 4 metra niður við það að hengja upp julaskrrööt, og stórslasað sig. Ég svona...fór eiginlega að hlægja. Ég veit að það er ekki rétt að hlægja að óförum annarra....en þetta var helvíti fyndið, og þið vitið það öll.

Jæja. Lilja kveður héðan enn á ný, með eftirfarandi stöku:

Er jólastressið þjakar þig

og kökur hrannast á endann

þá pakka skaltu send´á mig

já góði vinur send´ann.

 

 

 


mbl.is Flottasti söngvari rokksögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit nú ekki alveg...

Ég er nú ekki alveg viss um þetta. Ég veit ekki hversu mikinn áhuga ég hef á að sjá skjónanum á Daniel Kregg bregða fyrir á hvíta tjaldinu. Þó verður maður að fagna þessu nett feminiska viðhorfi Kreggsins, það er greinilegt að maðurinn er farinn að taka eftir því hvernig þessar myndir sýna okkur konurnar (50 milljón árum síðar). 

Meistari meistaranna í skjónasýningum, Hilmir Snær, ætti að geta gefið Kregginum góð ráð varðandi þetta. Hann er örugglega kominn með nokkuð mikla innsýn í góð sjónarhorn og fleira þegar kemur að svíninu á sér. Við þurfum þá kannski ekki að horfa á eitthvað vandræðalegt augnablik þegar hann sveiflast á Bondinum utan í vegg eða eitthvað slíkt.

Já, kónan er komin með moggabloggamoggablogg.


mbl.is James Bond fari úr öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Heimurinn kemur stöðugt á óvart

Höfundur

Lilja Kristín Jónsdóttir
Lilja Kristín Jónsdóttir
Austfirsk stúlka, fædd árið 1988 með brennandi áhuga á tónlist, heimsmálum og góðum mat.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband